Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2008 10:14

Tveir dauðir ernir finnast

Samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar eru nú 65 arnarpör á Íslandi og urpu 43 þeirra í vor, sem er nokkuð hærra hlutfall en undanfarin ár. Ernir eru alfriðaðir og hafa verið um langan tíma. Sökum fæðar í stofninum er tekið eftir því í hvert sinn þegar dauðir ernir finnast, en það hefur nýverið gerst í tvígang, samkvæmt frétt Náttúrustofu Vesturlands. Annar dauði örninn fannst við Svefneyjar á Breiðafirði en hinn í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Þeim hefur báðum verið skilað til Náttúrustofu Vesturlands.

“Ernirnir voru báðir merktir en endurheimtur merktra einstaklinga eru mikilvægar til að auka þekkingu okkar á íslenska arnarstofninum. Fyrri endurheimtan var örn sem merktur var sem ungi í merkingaleiðangri við mynni Hvammsfjarðar sumarið 2005. Hann fannst nú dauður tæplega 40 km frá eða í Svefneyjum á norðvestanverðum Breiðafirði og hafði líklega verið dauður í 3-4 vikur. Seinni endurheimtan var fullorðinn fugl, sem Trausti Tryggvason merkti sem unga árið 1994 við Hvammsfjörð. Grundfirðingurinn Herdís Tómasdóttir kom hræinu til Náttúrustofunnar en það fann hún á göngu við Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi, um 40 km vestan merkingarstaðar,” segir í frétt á vef Náttúrustofu Vesturlands.

Þar segir einnig að í ljós hafi komið að örninn sem fannst við Kolgrafarfjörð hafi verið 14 ára gamall og því líklega þriðji elsti örn sem vitað er um á Íslandi en hinir tveir voru 16 og 18 ára og fundust báðir árið 2005. Þess má geta að grútarblautur, fullorðinn örn fannst á svipuðum slóðum fyrir ári síðan. Hann drapst skömmu síðar í Húsdýragarðinum. Ernirnir tveir verða sendir til Náttúrufræðistofnunar til frekari rannsókna, m.a. á mögulegri dánarorsök. 

Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með vöktun arnarstofnsins og hafa arnarungar verið merktir á vegum stofnunarinnar í áratugi, lengst af í góðu samstarfi við fuglaáhugamenn. Á síðari árum hafa Náttúrustofa Vesturlands og  Náttúrustofa Vestfjarða í auknum mæli komið að vöktuninni og frá því í aldarbyrjun hafa allir ungar á þekktum hreiðrum verið merktir. Það merkingarátak mun í framtíðinni skila auknum upplýsingum um lífshætti arnarins. Verði vegfarendur varir við dauðan örn eru þeir hvattir til að tilkynna það til Náttúrustofunnar eða Náttúrufræðistofnunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is