Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2008 11:56

Búið að samþykkja samning um tölvumál Akraneskaupstaðar

Á fundi bæjarráðs Akraness sl. sunnudag var samþykkt tillaga starfshóps um tölvumál bæjarins. Rún Halldórsdóttir VG sat hjá við afgreiðsluna og ítrekaði skoðun minnihluta bæjarstjórnar að bjóða hefði átt út tölvumál Akraneskaupstaðar. Heildarkostnaður við verkþætti í tillögunni er 15,2 milljónir í stofnkostnað og vinnusamninga og árlegur kostnaður er áætlaður 8,3 milljónir króna. Það er sú upphæð sem ætluð er til að greiða samninga við SecurStore fyrir annarsvegar samþættingu upplýsingarkerfa og hinsvegar um hýsingar- og rekstrarþjónustu. Í þessum tölum eru hinsvegar ekki þjónustukaup einstakra stofnana bæjarins hjá SecurStore sem að sögn Jón Pálma Pálssonar bæjarritara hafa síðustu árin verið að jafnaði 6-7 milljónir króna.

Eins og fram hefur komið í fréttum ákvað bæjarstjórn Akraness fyrir nokkru að ganga til samninga við SecurStore um að annast tölvumál bæjarins án undangengins útboðs. Það fyrirtæki hefur þjónað bæjarfélaginu í tölvumálum um langt árabil. Bæjarstjórn hafnaði tillögu starfshóps og ráðgjafarfyrirtækis um útboð á tölvumálunum. Samkvæmt upplýsingum Jóns Pálma er ljóst að nýsamþykktar tillögur samstarfshópsins þýða að kostnaður bæjarins vegna tölvumálanna yfir árið gæti orðið um 15 milljónir kr. á ári, miðað við fyrri tölur um þjónustukaup einstakra stofnana. Jón Pálmi segir hinsvegar að reiknað sé með að rekstrarkostnaður lækki en kostnaður við tölvumál bæjarins hafa verið á bilinu 14-17 milljónir síðustu árin.

Ekki eru í framangreindum tölum um stofnkostnað, kostnaður vegna ljósleiðaravæðingar, en samið hefur verið við Gagnaveitu Reykjavíkur um að stofnanir bæjarins verði væddar ljósleiðara á næstunni, eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrir hálfum mánuði. Stofnkostnaðurinn vegna ljósleiðarans er 2,4 milljónir króna. Jón Pálmi segir að rekstrarkostnaður bæjarins aukist ekki vegna ljósleiðaravæðingarinnar, þar sem nú þurfi ekki lengur að kaupa leigulínur og nettengingar. Vonast er til að skólar bæjarins tengist ljósleiðaranum í þann mund sem skólastarf hefst í haust og flestar aðrar stofnanir seinna á árinu, sem væntanlega mun haldast í hendur við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í Ráðhúsinu, m.a. með flutning tæknideildar þangað og nýtt þjónustuver.

Þá er það mat starfshópsins, og felst í þeim tillögum sem bæjarráð samþykkti, að rétt sé að stefna að IP væðingu símkerfa við stofnanir bæjarins og byrjað verði á að kaupa símstöð sem þjónað geti öllum stofnunum í bæjarfélaginu. Hægt verði að útfæra stöðina þannig að stofnanir geti komið inn í hana þegar endurnýjun eldri kerfa verði framkvæmd, en nýjar stofnanir fari beint inn í kerfið, svo sem nýi leikskólinn við Ketilsflöt.

Vinna starfshópsins fólst m.a. í vali á búnaði, vélbúnaði, netþjónum, diskastæðum og endabúnaði og afla tilboða í þessa þætti. Tekið var tilboði Sansa ehf. í endabúnað með straumfæðingu að fjárhæð 8,5 milljónum króna. Þjónustu- og ábyrgðarsamningur til þriggja ár við Sansa vegna þessa er að upphæð 1,8 milljónir. Þá var einnig tekið tilboði Sansa ehf. í símstöð sem kostar 1,5 milljón. Samið var við Nýherja um netþjóna og diskastæður að fjárhæð 5,1 milljón kr.

Í starfshópnum voru auk Jón Pálma bæjarritara, Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Eiríkur Eiríksson fulltrúi tölvuþjónustunnar SecureStore og Jóhann Þórðarson endurskoðandi bæjarins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is