Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2008 08:16

Sjö verkefni hjá LbhÍ fengu styrki frá OR

Á dögunum voru veittir styrkir úr umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur. Aðild að sjóðnum eiga, auk OR, háskólarnir sjö á veitusvæði fyrirtækisins og sitja rektorar þeirra í vísindaráði sjóðsins. Alls var styrkjum veitt til 39 verkefna að fjárhæð 99 milljónir króna. Þar af komu um 24 milljónir til sjö rannsóknarverkefna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Í heildina voru verkefnin sem styrk hlutu úr sjóðnum að þessu sinni fjölbreytt að umfangi og viðfangsefni; svo sem allt frá upphitun náttúrulegra grasvalla, sem til rannsóknar er hjá LBHÍ og til rannsóknar á sundmenningu Íslendinga hjá Háskóla Íslands.

Þetta er annað starfsár sjóðsins og er tugum verkefna frá fyrra ári ýmist lokið eða þau á lokastigi. Við athöfnina sagði Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, meðal annars: „Það er óskandi að þetta framtak geri ykkur, vísindamönnum, auðveldara með að sinna hugðarefnum ykkar og þá ekki síst grunnrannsóknum í ykkar fögum, því það er helst með slíkum rannsóknum að við höldum forystu okkar í sjálfbærri nýtingu auðlinda – að við þekkjum þær betur en aðrir og höfum einhverju að miðla til umheimsins.“

Við athöfnina voru kynnt tvö verkefni styrkt af sjóðnum. Annars vegar CarbFix, alþjóðlegt verkefni sem lýtur að bindingu koltvísýrings sem silfurbergs í basalthraunum Hellisheiðar og rannsókn Landbúnaðarháskólans á endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum. Vöktu kynningar þeirra Hólmfríðar Sigurðardóttur og Ásu Aradóttur á verkefnunum mikla athygli.

Þau verkefni sem Landbúnaðarháskóli Íslands hlaut styrki til eru eftirfarandi: Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum hlaut þrjár milljónir. Skógvatn; áhrif skógræktar og landgræðslu á vatnsgæði fékk sex milljónir króna. Áhrif grasræktar á kolefni og nitur í jarðvegi  hlaut eina milljón. Möguleikar á lengingu á notkunartíma golf- og knattspyrnuvalla með jarðvegshitun fékk 4,452 milljónir. Þáttur úrkomu, jarðvegsraka og þurrktímabila í ofhitnun jarðstrengja hlaut 1,6 milljón, nýting á lífrænum úrgangi þrjár milljónir og verkefni sem kallast  KolBjörk fékk fjórar milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is