20. júní. 2008 12:45
Ragnar Anoniuessen frá Stykkishólmi hélt upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní með því að klífa fjallið Elbrus í Rússlandi sem er hæsta fjall Evrópu, 5.642 metrar að hæð. Ragnar og félagar hans í fjallgönguhópnum komu til Moskvu 13. júní og byrjuðu að undirbúa fjallgönguna með hæðaraðlögun næsta dag þar sem gangið var upp á fjall í 3600 metra hæð. Ferðaáætlun stóðs fullkomlega. Uppgangan á Elbrus tókst vonum framar og tók ótrúlega stuttan tíma. Á tindinn náði Ragnar klukkan sjö að íslenskum tíma. Nánar til tekið er fjallið Elbrus eitt af hinum svokölluðu sjö tindum. Það er staðsett í Kákasus fjallgarðinum, milli Svartahafs og Kaspíahafs, við landamæri Georgíu og Rússlands. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppgönguleiðina.