Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2008 11:02

Glímudrottningar skortir tíma og peninga til að komast á HM

„Ég hef verið að ferðast með Glímusambandinu nánast á hverju sumri síðan ég var 14 ára, annaðhvort að keppa í eða sýna glímu. Það er kannski í lagi að taka frí eitt sumar, en ég ætla að mæta á næsta heimsmeistaramót og sigra þar,“ segir Svana Hrönn Jóhannsdóttir 22ja ára glímudrottning úr Dölunum, en það hefur vakið athygli að systurnar sigursælu úr Glímufélagi Dalamanna, Svana Hrönn og Sólveig Rós eru ekki í 24 manna landsliðshópi Glímusambands Íslands sem valinn hefur verið til þátttöku á Heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku 9.-12. ágúst í sumar. Glímumenn frá 12 þjóðum hafa tilkynnt þátttöku á heimsmeistaramótinu.

Svana Hrönn sagði í samtali við Skessuhorn að vissulega væru þær systur að missa af miklu með því að fara ekki á mótið, en ástæðuna segir hún vera tímaleysi og skort á peningum. „Við hefðum sjálfar þurft að afla styrkja til að komast á mótið. Það getur verið erfitt þegar maður er á fullu í vinnu og sjálfsagt er það ekki auðvelt núna í kreppunni að ná í peninga,“ segir Svana Hrönn sem vinnur hjá Vífilfelli, sem reyndar stílar sínar auglýsingar og kynningar mikið inn á íþróttirnar, núna síðast Evrópumótið í knattspyrnu.

 

„Ég myndi reyndar ekki vilja keppa á svona stóru móti nema í toppformi. Þar spilar tímaleysið einnig inn í. Ég held ég hefði ekki tíma til að koma mér í það form sem ég vildi gjarnan vera í,“ segir glímudrottningin knáa úr Dölunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is