Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2008 11:27

Gunnólfur er í hópi 17 umsækjenda um sveitarstjórastarf

Um helgina ræða sveitarstjórnarmenn í Dalabyggð við nokkra umsækjendur um starf sveitarstjóra eftir ábendingar frá ráðningastofunni Hagvangi. Ætlunin er að hafa hraðar hendur og ráða í starfið í næstu viku ef unnt er. Athygli vekur að Gunnólfur Lárusson, fráfarandi sveitarstjóri er meðal 17 umsækjenda um starfið. Auk hans sóttu eftirfarandi 16 einstaklingar um starf sveitarstjóra: Birgir Guðmundsson, Björn S. Lárusson, Gísli Júlíus Sigurðsson, Grímur Atlason, Guðmundur Rúnar Svavarsson, Gústaf Gústafsson, Halldór K. Valdimarsson, Höskuldur Davíðsson, Kristján Kristjánsson, Lilja Ósk Marteinsdóttir, Magnús Þórarinsson, Skúli Hakim Mechiat, Sólveig Eiríks, Svala Svavarsdóttir, Tryggvi Harðarson og Þorkell Cýrusson.

 

 

„Þessi nýi meirihluti er að auglýsa eftir sveitarstjóra á faglegum grunni og því sæki ég núna um á faglegum forsendum og tel mig uppfylla þau skilyrði, sem sett eru í auglýsingu,” segir Gunnólfur Lárusson, fráfarandi sveitarstjóri í Dalabyggð í samtali við Skessuhorn.. Gunnólfur er menntaður byggingafræðingur og segist auk þess hafa langa reynslu sem aðstoðarmaður sveitarstjóra og sem sveitarstjóri. „ Ég fékk engar athugasemdir frá sveitarstjórnarmönnum meðan ég var sveitarstjóri,” segir Gunnólfur. Þórður Ingólfsson oddviti segir umsókn Gunnólf fá sömu meðhöndlun og aðrar. „Ég get hinsvegar ekki séð hvernig hann ætlar að samræma það að vera sveitarstjórnarmaður í minnihluta og að starfa sem sveitarstjóri. Það er ekki rétt hjá Gunnólfi að við hefðum aldrei gert athugasemdir við störf hans. Við gerðum það hins vegar aldrei út á við og stóðum þétt saman í gamla meirihlutanum,” segir Þórður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is