23. júní. 2008 09:07
Í tilefni af 80 ára afmæli Björgunarfélags Akraness stendur félagið fyrir Háahnúkshlaupi þriðjudagskvöldið 24 júni nk. í samstarfi við ÍA. Ræst verður frá bílastæðinu við rætur fjallsins kl: 21:00 og stefnt á endamarkið á Háahnúki. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og unglingaflokki 12 – 16 ára (‘96 - ’92) Skráning er í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum eða með því að senda tölvupóst á ia@ia.is. Tímataka er í hlaupinu og verða úrslit birt á www.bjorgunarfelag.is og www.ia.is
Hin árlega Jónsmessuganga á Háahnúk verður einnig þetta þriðjudagskvöld og lagt verður af stað frá bílastæðinu við rætur Akrafjalls kl: 22:00. Mikilvægt er að þátttakendur sé vel útbúnir varðandi göngufatnað og skóútbúnað. Hver og einn er á eigin ábyrgð og eru ferðir þessar með fyrirvara um gott ferðaveður.
Jaðarsbakkalaug verður opin til kl: 01:00 eftir miðnætti, léttar veitingar og skemmtileg stemming á laugarbakkanum. Tilvalið að skella sér í laugina og láta þreytuna líða úr sér að lokinni göngu, þátttakendur fá frímiða í sund. Nánari upplýsingar á www.ia.is eða hjá Jóni Þór í síma 895 1278