23. júní. 2008 10:28
Fjallaskilanefnd og byggðarráð Borgarbyggðar hafa áhyggjur af því að seint gangi í endurbyggingu og viðhaldi varnarlínu fyrir sauðfjárveikivarnir milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu, á Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði. Sérstaklega sé brýnt að fyrirbyggja riðusmit á milli þessara svæði í ljósi nýtilkomins riðusmits í Húnaþingi vestra. Áskorun þess efnis að þegar verði hraðað endurbyggingu varnarlínunnar var samþykkt á síðasta fundi byggðarráðs og verður hún send til landbúnaðarráðuneytis og Landbúnaðarstofnunar. Á fundi fjallskilanefndar var einnig samþykkt að óska eftir umsögn ráðuneytisins hvort heimilt sé að hafa eina fjallskilareglugerð fyrir Borgarfjarðarsýslu, Akranes, Mýrasýslu og Kolbeinsstaðahrepp.