Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2008 01:05

Nýr búnaður og endurbætur í frystihúsi HB Granda á Akranesi

Hjá Skaganum á Akranesi hefur að undanförnu verið unnið við smíði lausfrystibúnaðar fyrir frystihús HB Granda á Akranesi. Í fimm vikna sumarstoppi sem hefst viku af júlí og stendur fram í miðjan ágúst verður unnið að uppsetningu búnaðarins. Þá hefur að undanförnu verið unnið að lagfæringum á húsnæði frystihússins, þar sem verið er að skipta um glugga og mála húsið. Reiknað er með því að heildarfjárfesting HB Granda vegna breytinganna á Akranesi muni nema 80-90 milljónum króna.

Það er aðallega ufsi sem unninn er í frystihúsi HB Granda á Akranesi. Ufsinn er flakaður og lausfrystur. Þegar nýi búnaðurinn frá Skaganum verður kominn í gagnið er áætlað að afköstin aukist í lausfrystingunni úr 800 kílóum á tímann í  2500, eða rúmlega þrefaldist.

,,Afkastaaukningin þýðir að yfirvinna við lausfrystingu minnkar verulega, gæði afurða batna og mögulegt verður að framleiða mikið magn ef þörf krefur,“ segir Torfi Þorsteinsson forstöðumaður landvinnslu HB Granda í samtali við Skessuhorn. Afkastaaukningin nýtist ekki síst ef mikið framboð er á innlendum fiskmörkuðum eða ef afli skipa félagsins er mikill. Torfi segir að ef vel gangi muni fara um 15 tonn í gegnum frystihúsið á degi hverjum. Starfsfólki á uppsagnarfresti, sem sagt var upp í vetur, var boðin endurráðning fram að sumarstoppi, en þegar vinnslan byrjar aftur í ágúst á Torfi von á að starfsfólk verði um 20.

Auk lausfrystibúnaðar frá Skaganum var nýlega keypt ný sprautusöltunarvél frá Fomaco. Kostnaður vegna þess vélbúnaðar er hátt í 20 milljónum króna. Samningur HB Granda og Skagans hf. er hins vegar að verðmæti 49 milljónir króna. Hluti af greiðslunni er fiskvinnslubúnaður á Vopnafirði og Akranesi sem ekki nýtist félaginu lengur og Skaginn tekur sem uppígreiðslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is