22. júní. 2008 05:43
Víða um Vesturland hafa bændur nú hafið slátt og á einstaka bæjum er fyrri slætti lokið. Heyfengur er í meðallagi miðað við fyrri slátt undanfarin ár að sögn þeirra bænda sem Skessuhorn hefur rætt við, en grasspretta er þó mun fyrr á ferðinni, eða þetta tveimur til þremur vikum. Nú telja menn þó að þurrkar séu farnir að draga úr sprettu en víða hefur lítið sem ekkert rignt í nokkrar vikur. Meðfylgjandi mynd var tekin á Skógarströnd sl. föstudagskvöld.