Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2008 12:00

Stórglæsilegt Pollamót í rjómablíðu á Skaganum

Lárus mótsstjóri er að vonum ánægður eftir helgina
„Mótið gekk frábærlega og það fóru áreiðanlega allir ánægðir heim. Þetta var stór hópur sem stóð að þessu með okkur og allir lögðu sig 100% fram. Allar tímaáætlanir stóðust og ekki komu upp nein vandamál,“ segir Lárus Guðjónsson mótsstjóri Kaupþingsmótsins og formaður unglingaráðs knattspyrnufélags ÍA. Pollamót Kaupþings fór fram í algjörri rjómablíðu á Skaganum um helgina, um 1000 ungir knattspyrnumenn voru að leik og talið er að um 4000 manns hafi komið í bæinn vegna mótsins.

Mótssetning var í Skagahöllinni rétt fyrir hádegi á föstudag. Mótið er fyrir sjö og átta ára stráka í sjöunda flokki og var vel sótt af félögum af  Faxaflóasvæðinu og suðvesturhorninu. Um 100 lið mættu til keppni, um það bil tíu fleiri en í fyrra. Alls voru leikirnir 418 og leikið var á 15 völlum drjúgan hlut mótsins. „Þetta er langstærsta mótið til þessa og það getur varla gerst stærra. Það þarf gríðarlega marga til að standa að svona móti. Ég hugsa að með dómurum og öllu séu þetta um 200 manns sem vinna að því. Það leggja allir á sig þessa vinnu eina helgi og fara svo glaðir heim,“ segir Lárus.

Keppni hófst klukkan eitt á föstudag og spilað var til sjö um kvöldið. Á laugardag byrjuðu leikirnir klukkan níu og leikið var til fimm um daginn. Á sunnudag fóru síðan síðustu leikirnir fram milli níu og ellefu um morguninn. Mótið endaði síðan á grillveislu.

Fyrirkomulag Kaupþingsmótsins er öðruvísi en á mörgum öðrum krakkamótum, þar sem liðunum er getuskipt eftir keppni fyrsta daginn og er því um jafnari keppni að ræða þegar úrslitin nálgast. Sumir hafa viljað kalla þetta fyrirkomulag jafningjaleika. „Það eru margir sigurvegarar á þessu móti og engir enda neðar en í sjötta sæti. Leikið er í deildum sem bara nafn íslensku deildarinnar, þeirrar spænsku, ensku og þýsku,“ segir Lárus.

 

Kaupþing er aðalstyrktaraðili pollamótsins, sem er aðalfjáröflun unglingastarfsins í knattspyrnunni á Akranesi. Einnig styrkja fleiri aðilar mótið, eins og t.d. Vífilfell og SS sem leggja til veisluföng í grillveisluna. Þá veitir Akraneskaupstaður öflugan stuðning til mótsins, stendur til að mynda að skemmtuninni sem haldin er á laugardagskvöldinu. Vart þarf að taka fram að víða voru tjöld uppi á Skaganum vegna mótsins. Grasbalar við Safnasvæðið voru til að mynda þaktir húsbílum og tjaldbúðum ýmiss konar. Veðrið lék við mótsgesti að þessu sinni, á einni bestu helgi sumarsins fram til þessa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is