Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2008 03:05

Alþjóðadagur flóttamanna á Akranesi

Alþjóðadagur flóttamanna var haldinn hátíðlegur sl. föstudag, 20. júní. Í tilefni þess að Akranes tekur á móti næsta hópi flóttafólks sem kemur til landsins í haust stóð Rauði krossinn fyrir dagskrá í Skrúðgarðinum. Þar gafst gestum færi á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en því er veitt hæli í öðru landi.  Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, fluttu ávarp.

Thomas Straub var staddur í þriggja daga heimsókn til að kynna sér málefni flóttamanna og hælisleitenda hér á landi. Í ávarpi sínu vék hann lofsorði á það framtak Akurnesinga að taka á móti hópi flóttafólks frá Palestínu í haust. Hann sagði þetta fólk koma frá því svæði þar sem aðstæður væru hvað erfiðastar. Thomas sagði að ef nokkurt fólk hefði þörf fyrir að komast burtu og fá aðstoð þá væri það þetta fólk frá Palestínu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri sagði í ávarpi sínu að það væri Akurnesingum sérstök ánægja að taka á móti flóttafólkinu og þeir myndu leggja sig alla fram um að gera það vel.

Í tilkynningu frá RKÍ vegna alþjóðadags flóttamanna segir að um 40 milljónir manna um allan heim hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annarra orsaka.  Af þeim eru tæplega 12 milljónir flóttamenn í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landamæra. Á Alþjóðadegi flóttamanna er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks um gjörvallan heim.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is