Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2008 10:45

Lánsfjárskortur til bygginga bitnar á Sementsverksmiðjunni

„Staðan á byggingarmarkaðnum og stopp á lánveitingum bankanna til byggingarframkvæmda hefur mikil áhrif á okkar rekstur sem hráefnisframleiðenda,“ segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Þráfaldur orðrómur hefur verið á kreiki um að verksmiðjan eigi í greiðsluvanda, þar sem greiðslur til birgja verksmiðjunnar hafa að undanförnu borist mun seinna en áður. Gunnar segir að þetta eigi sér þessar eðlilegu skýringar sökum erfiðrar stöðu á byggingamarkaðinum, um keðjuverkandi áhrif sé að ræða.

Að sögn Gunnars er sala á sementi mikil, þótt hún sé heldur minni en á sama tíma fyrir ári, en það skýrist af samdrætti í stóriðjuframkvæmdum. Hinsvegar sé mun meiri sementssala inn á höfuðborgarsvæðið nú, sem skýrist af stórbyggingum sem þar eru í gangi; Tónlistarhús og stórhýsi fyrir verslanir og skrifstofur. „Verksmiðjan er rekin með fullum afköstum og búið að ráðstafa framleiðslugetu þessa árs, sem er um 132 þúsund tonn.“

Gunnar segir að undanfarin ár hafi verksmiðjan brúað bilið og farið framhjá þeim flöskuhálsi sem ofninn er í framleiðslunni með því að flytja inn sementsgjall. Með því hafi verið hægt að afgreiða rúmlega 150 þúsund tonn af sementi inn á markaðarinn á síðasta ári. „Núna hefur sementssalan ekki verið það mikil að við höfum gripið til innflutnings á sementsgjalli, en þannig getum við aukið ársframleiðsluna í hátt í 200 þúsund tonn,“ segir Gunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is