Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júní. 2008 12:24

Siggi Hösk er bæjarlistamaður Snæfellsbæjar

Sigurður Höskuldsson sjómaður og tónlistarmaður varð fyrir valinu sem bæjarlistamaður Snæfellsbæjar árið 2008. Var þetta kunngjört á þjóðhátíðardaginn. Það er lista- og menningarnefnd ásamt öðrum fulltrúum frá Snæfellsbæ sem standa að vali á bæjarlistamanni ársins.  Sigurður er fæddur í Ólafsvík árið 1951 og hefur aldrei búið annarsstaðar. Móðir hans kenndi hinum vinnukonugripin á gítar og síðan hefur hann haldið ótrauður áfram. Hann byrjaði í hljómsveit 13 ára gamall og er enn að. Meðal annars starfar hann enn í Klakabandinu sem er elsta hljómsveit Snæfellsbæjar. Sigurður byrjaði að semja lög árið 1993. Fyrsta lag hans kom út árið 1996. Síðan gaf hann út geisladiskinn “Í gegn um glerið“ árið 1998 og annan árið 2002 sem nefndist “Heflaðir,” en á honum eru öll lögin eftir hann sjálfan.

Sigurður hefur margoft staðið fyrir fjáröflunardansleikjum og skemmtunum fyrir félagsheimilið Klif, allt frá árinu 1986. Einnig hefur hann borið að mestu þungann af öllu sem viðkemur músík á Vetrargleðinni sem hefur verið haldin í 15 skipti. Sigurður er sjálfmenntaður tónlistarmaður og hefur af mörgum verið talinn mjög góður gítarleikari en meðal þeirra sem gefið hafa honum góða umsögn sem afburða gítarleikari er Þórir Baldursson.

Sigurður sagði í samtali við Skessuhorn að draumur hans sé að gefa út þriðja geisladiskinn með lögum eftir hann sjálfan, en textana sækir hann í smiðjur Braga frá Hóftúnum og afa síns Magnúsar Jónssonar frá Gíslabæ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is