24. júní. 2008 01:14
 |
Bjarni Guðráðsson skömmu áður en völlurinn var opnaður. |
Síðastliðinn laugardag fór fram vígsla á nýjasta golfvellinum á Vesturlandi, Reykholtsdalsvelli. Völlurinn, sem er 9 holur að stærð, hefur verið í smíðum sl. fjögur ár og er hann í eigu hjónanna Bjarna Guðráðssonar og Sigrúnar Einarsdóttur í Nesi í Reykholtsdal. Völlurinn var teiknaður af Hannesi Þorsteinssyni, golfvallahönnuði á Akranesi. Auk vallarins hafa þau Bjarni og Sigrún byggt reisulegan golfskála sem stendur milli fyrstu holu vallarins og íbúðarhússins í Nesi í nágrenni við þann stað sem fyrrum hét Byrgishóll. Fjölmenni var saman komið við opnun vallarins í blíðskaparveðri.