24. júní. 2008 04:11
Einhverjir gerðu sig heimakomna í Bjarnalaug á Akranesi í vikunnis sem leið. Brotist var inn í sundlaugarhúsið og skrúfað frá heitu vatni og látið renna í pott við laugina. Ekki vildi betur til en svo að sjóðandi heitt vatnið rann í innilaugina sem tæmd hafði verið fyrir sumarlokun og urðu miklar skemmdir á húsinu vegna gufu. Ekki er vitað hverjir voru að verki en þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi dagana 16. – 19. júní eru beðnir að snúa sér til lögreglu.