25. júní. 2008 12:08
Ekki hefur verið hægt að kvarta undan veðri undanfarið á Vesturlandi. Blaðamaður rakst á Ísold, Guðrúnu og Kristgeir þar sem þau voru að busla í sjónum við Borgarnes í gær. Sjórinn var þó heldur kaldur til sundferða og létu krakkarnir sér nægja að busla í honum og hlýja sér síðan í handklæði.