25. júní. 2008 10:48
Heimilis- og starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi hefur nýtt sér veðurblíðuna að undanförnu til útiveru. Meðal annars var slegið upp ísveislu fyrr í vikunni. Í gær fór svo stór hópur frá heimilinu í ferðalag. Farið var á Selfoss og Hellisheiðarvirkjun skoðun, þar sem Orkuveitan bauð í veglegt kaffihlaðborð.