25. júní. 2008 08:19
Innritun fyrir haustönn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er nýlokið. Innritaðir nemendur eru 674, en á sama tíma í fyrra voru þeir 663 og um miðjan júní í hitteðfyrra voru 630 nemendur á skrá. Eins og á síðasta ári er áberandi hve stór hluti nemenda er karlmenn sem eru fæddir 1988, eða í elsta árganginum. Af 147 nemendum úr yngstu árgöngunum, sem fæddir eru 1992 og 1993, eru 103 með lögheimili á Akranesi og nágrenni, 25 þar sem póstnúmer eru á bilinu 310 til 320; 12 með póstnúmer á bilinu 355 til 380 og sex frá öðrum stöðum á landinu.