Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2008 03:44

Fjöllistahópur skemmtir farþegum skemmtiferðaskipa

„Þetta eru sex krakkar úr „sláttuhópi” áhaldahúss sveitarfélagsins, sem mynda þennan fjöllistahóp og þau taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa, sem hingað koma á þjóðlegan hátt,” segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir í Grundarfirði, sem undirbúið hefur dagskrá á vegum Grundarfjarðarhafnar fyrir farþega þeirra skemmtiferðaskipa sem þangað koma í sumar. Nú þegar hafa tvö skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar en dagskráin var fyrst flutt á föstudaginn þegar annað skipið í röðinni, ms. Albatros, kom þangað með um þúsund farþega.

 

 

„Krakkarnir komu sjálf með hugmyndir, sem við höfum síðan unnið sameiginlega úr. Að þessu sinni skiptum við hópnum í þrennt. Tvær stúlkur voru í álfkvennagervi og fóru með sitt fólk að álfasteini við kirkjuna, sögðu sögur af álfum og bentu á fleiri slíka steina í nágrenninu. Tveir strákar voru í gervi íslenskra jólasveina. Þeir fóru um með látum, hungraðir, stálu skelltu hurðum og gægðust á glugga. Þá voru stúlka og drengur í gervi gamalla íslenskra sveitahjóna. Hann sló með orfi og ljá og hún rakaði. Þau voru með hest með sér en þessi bóndi var í latara lagi og þurfti mikið að leggja sig og taka í nefið. Konu hans féll aldrei verk úr hendi og greip í prjóna á milli þess sem hún rakaði. Þetta var það sem vakti einna mesta athygli ferðafólksins. Svo tóku krakkarnir líka lagið og dönsuðu Vikivaka en farþegunum voru kennd sporin,” segir Sigurbjörg.

 

Hún segir ferðafólkið hafa sýnt þessu mikinn áhuga og þessu verði fram haldið við komu þeirra ellefu skemmtiferðaskipa, sem eigi eftir að koma til Grundarfjarðar í sumar. Krakkarnir sem skipa þennan hóp heita: Guðmundur Haraldsson, Heiðdís Björk Jónsdóttir, Helga Ingvarsdóttir, Ingólfur Örn Kristjánsson, Marinó Ingi Eyþórsson og Sigurborg Knarran Ólafsdóttir.

Síðan skemmtiferðaskip fóru að venja komur sínar til Grundarfjarðar, hafa heimamenn lagt sig fram við að taka vel á móti gestunum.  Konur í þjóðbúningum, börn, hljóðfæraleikarar og aðrir hafa verið í móttökuhlutverki þegar ferðamennirnir stíga frá borði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is