Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2008 11:12

Hefur bæði gaman af kúabúskap og pólitík

Þorgrímur E. Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum í Dölum varð nýverið formaður byggðaráðs Dalbyggðar eftir myndun nýs meirihluta í sveitarfélaginu. Það sem af er kjörtímabili höfðu Þorgrímur og Halla Steinólfsdóttir, sem bæði eru fulltrúar Vinstri grænna í sveitarstjórn, verið ein í minnihluta sveitarstjórnar.  Þótt sveitarstjórnarmálin séu Þorgrími hugstæð þá er það búskapurinn sem er aðalmálið. Hann býr með kýr á Erpsstöðum ásamt Helgu Elínborgu Guðmundsdóttur konu sinni og fimm börnum þeirra á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Þar er ekki setið auðum höndum núna. Nýtt 80 kúa fjós er risið og hluti búnaðar þess kominn í hús en fjósið á að taka í notkun í ágúst næstkomandi, rétt rúmu ári eftir að sökkull hússins fór í jörðu þann 11. ágúst í fyrra.

Þetta er ekkert venjulegt fjós. Það er búið allri nýjustu tækni, svokallað lausagöngufjós, en auk þess verður þar sérstakt rými og búnaður fyrir fullvinnslu afurðanna þar sem bóndinn og mjólkurfræðingurinn ætlar að vinna meiri verðmæti úr mjólkinni en almennt gerist á kúabúum.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Þorgrím í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is