Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júní. 2008 04:12

Hvarfakútur bíls olli íkveikju í gróðri

Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í gróðri undir fólksbíl við bæinn Ytri-Lág í Eyrarsveit á Snæfellsnesi í dag. Slökkviliðið í Grundarfirði var kallað út um klukkan 15 og fóru bæði slökkvi- og sjúkrabíll á staðinn. Bílnum hafði verið lagt í þýfi skammt frá sumarhúsum og hiti frá hvarfakúti bílsins varð til þess að kviknaði í sinu undir honum. Mikill og þurr gróður er á þessu svæði og því var talin hætta á útbreiðslu eldsins. Eldurinn hafði að mestu verið slökktur þegar slökkviliðið kom en það sprautaði vatni á glæður í gróðrinum. Bíllinn skemmdist lítið, sviðnaði aðeins og varð svartur af sóti. Engin slys urðu á fólki en nærstaddir höfðu lagt talsvert á sig við að slökkva eldinn og ýta bílnum frá.

Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir hvarfakúta bíla geta orðið allt að 300 stiga heita eftir akstur og því mikil hætta á íkveikju ef gróður nær upp undir þá þar sem bílunum er lagt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is