Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2008 11:48

Akraneskaupstaður kaupir nýtt húsnæði fyrir bókasafn

Í dag var ritað undir samning um byggingu nýs bókasafns á Akranesi. Kostnaður við það verður um 292 milljónir króna. Safninu er ætlaður staður í norðurenda nýlegs verslunar- og þjónustukjarna við Dalbraut 1, en auk ónotaðs rýmis í húsinu verður byggð 560 fm. viðbygging til að koma fyrir allri starfsemi bókasafns, ljósmyndasafns og héraðsskjalasafns Akraneskaupstaðar í alls 1094 fermetra í húsinu. Núverandi húsnæði Bókasafns Akraness við Heiðarbraut 40 verður nú auglýst til sölu. Samkvæmt ákvæðum samningsins hefur Akraneskaupstaður fjóra mánuði til að freista þess að selja húsið. Takist ekki sala á þeim tíma mun Virkjun ehf., söluaðili nýbyggingarinnar, taka við húsinu við Heiðarbraut og greiða fyrir það 60 milljónir króna sem hluta af greiðslu fyrir nýbygginguna.

Bókasafnið, séð í suðausturátt
Samkvæmt samningnum á húsnæðið að verða tilbúið til afhendingar og ráðstöfunar eigi síðar en 20. febrúar 2009. Hönnuður hússins er Elín G. Gunnlaugsdóttir, arkitekt hjá Skapa & Skerpa arkitektum.

 

“Þrátt fyrir efnahagsástandið vildu menn halda áfram og ljúka uppbyggingu bókasafns með stæl. Helstu hagfræðingar telja það óskynsamlegt að ríki og sveitarfélög dragi saman seglin eins og nú árar og Akranes ætlar ekki að gera það,” sagði Gísli S Einarsson bæjarstjóri við þetta tilefni. Hann sagði að um byltingu yrði að ræða í safnamálum Akraneskaupstaðar, enda þótti núverandi húsakostur safnsins á margan hátt óhentugur og þá er þar kominn tími á umfangsmiklar breytingar og viðgerðir á húsinu.

 

Það voru þau Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs og Haukur Adólfsson, f.h. verktaka sem undirrituðu samninginn um bókasafnshúsið. Fram kom í máli Gunnars að undirritun lokinni að hér væri um stóran áfanga í safnamálum bæjarins að ræða. Upphaflega hafi staðið til að endurnýja núverandi húsnæði safnsins en þar sem þau áform hafi ekki gengið eftir hafi verið ákveðið að ráðast í kaup á nýju húsi fyrir bókasafnið, ljósmyndasafn og héraðsskjalasafn bæjarins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is