26. júní. 2008 04:02
„Það hefur verið tregt á línuna hjá öllum bátum hérna, enda er mikið líf í sjónum, fullt af síli, síld og meira að segja rækju,” sagði Heiðar Magnússon útgerðarmaður og skipstjóri á Brynju SH þegar hann var að landa í Ólafsvík í gær. „Fiskurinn sækir því ekki í línuna fyrst nóg er af æti fyrir hann. Þetta er nær eingöngu ýsa en við fáum um 250 krónur fyrir kílóið af henni núna.” Heiðar sagði aflann þessa dagana yfirleitt vera um 70-80 kíló á bjóð, sem sé varla ásættanlegt.