27. júní. 2008 02:22
 |
Frá byggingaframkvæmdum í Borgarnesi |
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings segir í RUV í dag að: “Sé kreppa í vændum er það höfuðborgarkreppa.” Hann segir að þar sem landsbyggðin sinni einkum framleiðslu til útflutnings hagnist hún á lægra gengi krónunnar. “Olíuverð, vaxtastig og offramboð á fasteignamarkaði mun væntanlega ekki bitna á dreifðum byggðum jafn mikið og á höfuðborgarsvæðinu og nýjum úthverfabyggðum þess,” segir hann. Með nýjum úthverfabyggðum á greiningardeildarstjórinn væntanlega við Selfoss, Hveragerði, Akranes og Borgarnes.
Nú spyr Skessuhorn; "Hvernig má það vera að vaxtaokur t.d. bankanna og þ.m.t. Kaupþings sem Ásgeir Jónsson starfar hjá, hátt olíuverð og kreppa á húsnæðismarkaði komi sér betur fyrir landsbyggðina?" Það er fínt að fá svona gáfulegar spurningar til að velta fyrir sér yfir helgina!