Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2008 01:03

Miklar endurbætur á skólahúsum á Varmalandi

Endurbætur á húsnæði fyrrum Húsmæðraskólans á Varmalandi halda áfram í sumar, en stöðugt meiri hluti starfsemi grunnskólans á Varmalandi er að færast í húsið. Að sögn Ásthildar Magnúsdóttur, fræðslustjóra Borgarbyggðar var börnum í 7. – 10. bekk skólans kennt þar sl. vetur, en stefnt er að því að öllu mið- og elsta stigi skólans verði kennt í “Húsó” eftir að endurbótum við húsið lýkur.  Í sumar verður haldið áfram með endurbætur innandyra þannig að það þjóni betur þörfum grunnskólans. “Íbúðum í austurenda hússins verður breytt í starfsmannaaðstöðu og stofum á miðhæð breytt með svipuðu sniði og gert var á efstu hæð hússins á sl. ári. Þessum breytingum á að verða lokið á þessu ári og þá verður hægt að flytja bæði skólastigin í húsið,” sagði Ásthildur.

Hún bætir því við að áætlað sé að gera nýtt anddyri í húsið. Sjálf kvaðst Ásthildur vera mjög ánægð með hvernig gamla húsmæðraskólahúsið sé að verða. “Þetta er gott hús á fallegum stað og þar er að verða til fyrirtaksaðstaða til kennslu.

 

Ásthildur segist gera ráð fyrir því að á árinu 2009 eða 2010 verði ráðist í endurbætur á grunnskólahúsinu sjálfu. Þar verður í framtíðinni yngsta stigi grunnskólabarna kennt og leikskólinn færður þangað í rúmbetra húsnæði. Þá verða verkgreinar kenndar þar áfram og mötuneytið verður einnig starfrækt á sama stað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is