Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2008 07:38

Hjólað, gengið og siglt um Dali

Hópur áhugafólks um gönguferðir í Dölum, í samstarfi við Ferðafélag Íslands, hefur skipulagt býsna skemmtilega fjögurra daga ferð þar sem verður hjólað, gengið og siglt um Dali og ströndina innst við Breiðafjörð. “Ég á mínar rætur í Dalasýslu og hef fyrst og fremst áhuga á að virkja heimafólk á svæðinu til að standa fyrir spennandi nýbreytni eins og þessi ferð er,” sagði Jón Jóel Einarsson, fararstjóri í samtali við Skessuhorn. Sérstaða þessarar ferðar er að skoða fjölbreytni í náttúrufari inn til dala, upp til fjalla og út til stranda. “

Hann segir að gengið verði um dalanna kyrrð, hjólað um fáfarna sveitavegi og róið á kajak inn um hólma og sker, fugla og sérkennilegar sjókindur. Jón Jóel segir að helsta driffjöðrin í hópi heimamanna við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar sé Halla Steinólfsdóttir bóndi í Ytri Fagradal. Hún leggi m.a. til tjaldstæði, góðar krásir og mikla hjartahlýju.  Þá segir Jón Jóel að fornsögur verði rifjaðar upp og sögustaðir skoðaðir. Heilsað upp á heimamenn og hlustað á þjóðsögur, ýkjusögur og gamansögur. “Við ætlum að skoða hvílík firn Dalirnir hafa lagt til menningararfs þjóðarinnar, t.d. í bókmenntum og myndlist og spáum í mannlífið á svæðinu fyrr og nú og ýmsa möguleika byggðarlagsins.”

 

Eins og fyrr segir er um fjögurra daga ferð að ræða. Mæting verður að Laugum í Sælingsdal fimmtudaginn 10. júlí á Edduhótelinu. Þar eru tjaldsvæði, sundlaug og heitir pottar. Gangan sjálf er trússferð með uppihaldi í fjóra daga um héruð fyrir botni Breiðafjarðar.  Farið frá Laugum yfir á Skarðsströnd, um Klofning, Fellsströnd og Hvammssveit aftur að Laugum. Meðal þess búnaðar sem innfalinn er í ferðinni eru reiðhjól, kajakar, fæði, gisting í tjöldum og ýmislegt fleira. Ferðakostnaður er 47 þúsund krónur á mann. Jón Jóel segir að nokkur pláss séu enn laus í ferðina og hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar og skrá sig í ferðina á slóðinni www.123.is/jojo

 

Gönguhópur var á ferðalagi í Dölum um nýliðna helgi og fór í hluta þeirrar ferðar sem hér er lýst og undir leiðstögn Jóns Jóels. Valinn hópur þjóðkunnra einstaklinga var þar á ferð, eins og sjá má á þessari mynd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is