Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2008 08:07

Veiðimenn í golfkúlnahríð

Hugmyndaflugi manna virðist lítil takmörk sett. Laxveiðimenn sem voru við veiðar á bökkum Andakílsár á sunnudaginn urðu fyrir óskemmtilegri reynslu. Þeir voru að veiða rétt fyrir neðan veiðistað þrjú, þegar þeir taka eftir ungum mönnum sem standa við eitt íbúðarhúsið, rétt við virkjunina. Þeir eru með golfkylfur og voru að dunda sér við að skjóta golfkúlum út í ána. Þrátt fyrir að þeir sæju veiðimennina hættu þeir alls ekki þessari iðju sinni heldur tvíefldust ef eitthvað var. Veiðimennirnir færðu sig nú neðar til að verða ekki fyrir kúlnahríðinni en koma síðan aftur eftir nokkra stund á fyrri stað sinn og aftur urðu þeir fyrir golfkúlum. Þá bregður svo við að golfsnillingarnir fóru í vöðlur og óðu út í ána til að sækja kúlurnar sínar. Þá var nú veiðimönnunum öllum lokið og héldu í veiðihús fullvissir um að ekki yrði von á laxi á þessum veiðistað í bráð.

Veiðin í Andakílsá hefur annars farið rólega af stað. Aðeins hafa veiðst tveir laxar og tveir silungar.

 

Þessi og ýmsar fleiri fréttir úr laxveiðinni í Veiðihorni vikunnar í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is