Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júní. 2008 11:07

Tap og þrjú rauð spjöld úr Vesturbænum

Skagamenn sóttu KR inga heim í Vesturbænum í kvöld og töpuðu 2:0 í leik sem vafalaust á eftir að verða umdeildur þegar fram í sækir. Fyrirfram var ljóst að hart yrði barist enda mikið í húfi fyrir bæði lið; KR ingar gátu blandað sér í toppbaráttu deildarinnar en Skagamenn þurfa nú umfram allt að berjast til að verjast falli úr deildinni. Í leiknum og raunar einnig í leikhléi uppskáru Skagamenn hvorki fleiri né færri en þrjú rauð spjöld sem þeir Guðjón Þórðarson, þjálfari, Bjarni Guðjónsson og Svadumovic fengu. Þar að auk byrjaði leikurinn illa þar sem Þórður Guðjónsson þurfti að fara af velli eftir aðeins fimm mínútna leik vegna meiðsla. Lánleysið einkenndi Skagaliðið í kvöld, því verður ekki á móti mælt.

Hinn ungi og efnilegi Björn Bergmann kom inná í stað Þórðar eftir fimm mínútur.  Fyrsta hálfleikinn var leikurinn í þokklegu jafnvægi, en fyrra mark leiksins kom eftir hornspyrnu þegar Garðar Örn dómari leiksins dæmdi mark eftir mikla þvögu í teignum. Á sjónvarpsmyndum er ómögulegt að sjá hver skoraði markið og hvort mark hafi yfirhöfuð verið skorað, en línuvörðurinn var viss í sinni sök og dæmdi það gilt. Þar með hélt ógæfa Skagamanna áfram í þessum leik.

 

Eftir sókn KR inga sem tvíefldust við markið héldu þeir áfram að sækja. Eftir að Svadumovic í liði ÍA hafði tekið langan sprett í átt að Stefáni Loga markverði KR lauk þeim viðskiptum með því að Króatinn braut á Stefáni og hlaut gult spjald að launum. Svadumovic mótmælti hins vegar og það kunni Garðar Örn dómari að vonum illa að meta og rak hann af velli. Þar með var staðan allt annað en féleg í hálfleik fyrir lánlausa Skagamenn, en leikhléið var þó hvergi nærri árekstralaust.

 

Í hléinu héldu Skagamenn áfram að safna spjöldum því Guðjón Þórðarson þjálfari fékk brotvísun í hálfleik og fyrirliðinn og sonur hans Bjarni Guðjónsson uppskar gult. Svo virðist sem Garðari Erni dómara sé sérlega uppsigað við Guðjón og alla gulklædda menn yfirleitt, því hann kaus að gera sérstakt hlé á leiknum í síðari hálfleik til að reka Guðjón til stúku, þar sem hann taldi ekki nægjanlegt að hann væri staðsettur á almennu svæði, þó sannanlega utan hins skilgreinda keppnisvallar.

 

Í síðari hálfleik hófu KR-ingar leikinn af miklu krafti enda vel studdir af dómaranum. Þeir juku forskot sitt á 62. mínútu eftir hornspyrnu líkt og fyrra markið. Hinn danski  Madsen Skagamanna missti knöttinn og það nýtti Björgólfur Takefusa sér samstundis og kom KR-ingum í 2-0. Skagamenn sáu eftir þetta ekki til sólar og ekki skánaði ástandið þegar Bjarna fyrirliða þeirra var vikið af leikvelli á 70. mínútu með sitt annað gula spjald. Þriðja brotvísun Skagamanna í leiknum var staðreynd.

 

Hverjir eftirmálar þessa leiks verða er ekki gott að segja til um, en víst er að þeir verða einhverjir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is