Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2008 12:13

Segir umhverfisslys hafa orðið í Grábrókarhrauni

Frá framkvæmdasvæðinu skammt ofan við Grábrók. Ljósm. mm

Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, skrifar pistil á bloggsíðu sína sem hann nefnir „Umhverfisslys í Grábrókarhrauni.” Hann segist í þrjá daga hafa dvalið á bökkum Norðurár við laxfiskaveiðar. Runólfur segist skrifa um veiðiskapinn síðar en félagsskapurinn hafi verið góður og umhverfið það fallegasta á Íslandi. Síðan skrifar hann:  „Yfir Norðurárdalnum trónir Baulan og nokkru neðar kúrir Grábrók sem er ásamt Grábrókarhrauni friðlýst náttúruvætti. Í umhverfi sem þessu þarf að stíga létt til jarðar þegar verklegar framkvæmdir eru annars vegar. Sá sem hér ritar ber líklega ábyrgð á umfangsmestu framkvæmdum á svæðinu en þegar við vorum að byggja upp Háskólann á Bifröst voru umhverfissjónarmið ávallt höfð að leiðarljósi. Byggðin þar er þétt til að taka sem minnst land undir hús og götur ásamt því að leitast var við að láta skipulag háskólaþorpsins falla sem best inn í umhverfið með ríkum kröfum hvað varðar útlit og efnisval húsa. Þetta held ég að hafi tekist nokkuð vel.

 

 

Nú eru hins vegar válegir hlutir að gerast í Grábrókarhrauni. Verktaktakar á vegum Vegargerðarinnar eru að leggja nýja hraðbraut um hraunið með gríðarlegri eyðileggingu. Nýi vegurinn virðist ekki í neinum tengslum við umhverfi sitt og greinilega hannaður með því hugarfari að umhverfið eigi alfarið að þjóna Vegagerðinni og að náttúra eða nágrenni vega skipti engu máli. Risajarðýtur vaða beint af augum, brjóta niður þrjú þúsund ára gamalt hraunið og ýta út yfir mosann. Hálft Grábrókarhraun er undirlagt af þessari skemmdarverkastarfsemi hvers umfang minnir meira á stórvirkjanagerð en vegalagningu.

 

Hér eru menn að ganga fram af fádæma fautaskap í einni helstu náttúruperlu landsins. Tjónið er orðið og verður ekki bætt en hver ber ábyrgð á þessum umhverfissóðum?”

 

Sjá skrif Runólfs í heild sinni: http://www.runolfur.is/?p=398

 

Á meðfylgjandi mynd er þessi aldna, nú innikróuð af nýjum vegum skammt ofan við Grábrók. Við henni sjálfri hefur þó ekki verið hróflað. Bæjarhúsin á Brekku í baksýn.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is