Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2008 04:22

Helmingur ljósmæðra sagði upp

Fimm af tíu starfandi ljósmæðrum við Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi sögðu upp störfum frá og með deginum í dag, 1. júlí. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins segir engan möguleika fyrir stjórnendur að hafa áhrif á uppsagnirnar. „Þetta er þeirra réttur að segja upp störfum og við verðum bara að búa okkur undir að þessar uppsagnir gætu orðið að veruleika eftir þrjá mánuði. Það er slæmt að missa ljósmæðurnar. Ef svo fer er ljóst að hér fæðast ekki börn á meðan. Við höfum heldur enga möguleika á að bjóða hærri laun eða hafa áhrif á kjarasamninga, sem eru í gangi, þótt við séum hér öll af vilja gerð til að gera vel við okkar fólk,” sagði Guðjón.

 

 

Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga tekur að öllum líkindum gildi 10. júlí og sagði Guðjón erfiða stöðu skapast á sjúkrahúsinu ef af því verði. Hann segir ekki enn ljóst hversu víðtækt það verði. „Yfirvinna á sjúkrahúsi er svo margs konar. Við vitum til dæmis ekki enn hvort bannið nær til bakvakta,” sagði hann og ítrekaði fyrri orð um að lausn þessara mála sé ekki í höndum þeirra sem stjórna sjúkrahúsinu. „Við erum háð fjárveitingum og kjaramálin eru alveg utan okkar valds,” sagði Guðjón Brjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is