Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2008 05:49

Hámarksafli fiskveiðiársins ákveðinn

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tilkynnt ákvörðun sína um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram að breytingar á leyfilegum heildarafla einstakra fisktegunda verða ekki miklar. Hámarksafli þorsks verður sá sami og á yfirstandandi fiskveiðiári, 130 þúsund tonn. Það er í samræmi við ákvörðun frá í fyrra og byggðist á aflareglu, sem samþykkt var í ríkisstjórninni þann 6. júlí á síðasta ári. Þar er gert ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2008-2009 muni leyfilegur þorskafli miðast við 20% afla úr viðmiðunarstofni. Þó þannig að tekið verði tillit til sveiflujöfnunar samkvæmt aflareglu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Leyfilegur hámarksafli þorsks verði þó ekki undir 130 þúsund tonnum á komandi fiskveiðiári.

 

 

Leyfilegur hámarksafli ýsu og ufsa lækkar, en þó ekki jafn mikið og Hafrannsóknarstofnunin lagði til, í ljósi sterkrar stöðu þessara stofna. Aflamark karfa lækkar um 7 þúsund tonn en aflamark steinbíts, humars og skötusels eykst lítilsháttar. Aflamark síldar verður um 20 þúsund tonnum meira Hafrannsóknarstofnun lagði til, líkt og í fyrra. Staða síldarstofnsins þykir sterk og útbreiðslusvæði síldarinnar meira en áður. Gert er ráð fyrir að í haust fari fram frekari mæling síldarstofnsins.

Aflamark grálúðu verður óbreytt þrátt fyrir tillögu hafrannsóknarstofnunar um verulega minna aflamark. Í frétt ráðuneytisins segir að skýringin sé sú að þrjár þjóðir komi að nýtingu grálúðustofnsins; Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar. Ekki hafi náðst samkomulag milli þjóðanna um grálúðuna og því sé ljóst að einhliða lækkun grálúðukvótans af hálfu Íslendinga hefðu eingöngu þær afleiðingar að aflaheimildir Íslendinga minnkuðu en aðrar þjóðir gætu aukið sinn hlut.

Hafrannsóknastofnun hefur á undanförnum árum veitt aðskilda ráðgjöf um gullkarfa og djúpkarfa og svo er einnig nú. Ekki eru, að mati ráðuneytisins, forsendur til þess að úthluta aðskildu heildaraflamarki þessara tegunda að þessu sinni. Hins vegar er ætlunin að setja á laggirnar starfshóp á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sem fær það hlutverk að leggja fram tillögur í þessum efnum og verður honum ætlað að skila áliti sínu á næsta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is