Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2008 07:44

Spánnýr en samt árgerð 1957

Skessuhorn fékk ábendingu um að athafnamaður á Suðurlandi væri að flytja inn nýjar dráttarvélar sem samt mætti segja að væru hálfrar aldar gamlar, eða í það minnsta hönnun þeirra. Tafe heita vélarnar og eru þær eftirlíking af 1957 módeli af Ferguson 35. Eins einkennilega og það hljómar, er því hægt í dag að panta 2008 árgerð af dráttarvél sem þó er í raun árgerð 1957. Þetta er merkilegt og á erindi við vestlenska Massey Ferguson aðdáendur sem og aðra.  „Eftir að það fréttist að ég væri að flytja þessar vélar inn hefur síminn ekki stoppað hjá mér,” segir Borgþór Helgason eigandi innflutningsfyrirtækisins BH tækni á Hellu. „Maður er eins og keðjureykingamaður í símanum, um leið og einn leggur á er ég þegar kominn með annan á hina línuna.”

Borgþór segir að það hafi verið svolítið bras að koma vélinni yfir „tollamúrana” en það sé eðlilegt þegar fyrsta vél eigi í hlut. Eftir að sú fyrsta er komin í gegn gangi innflutningurinn nokkuð liðlega fyrir sig. Hann stefnir þó ekki á að flytja inn vélar í framhaldinu nema að pantanir liggi fyrir, en segir þó að 90% líkur séu á því að fyrsta vélin sé seld. Aðspurður segir hann að vélin kosti um 1.700 þúsund krónur plús virðisaukaskattur en það sé þó háð genginu hverju sinni sem er jú síbreytilegt frá degi til dags.

 

Borgþór segir að vélarnar séu í raun alveg eins og MF35 árgerð 1957, partar gangi á milli o.s.fv. en þó er olíuverkið í vélunum uppfært til þess að þær mæti nútíma mengunarstöðlum. Vélarnar eru framleiddar í Ferguson-tengdri verksmiðju á Indlandi undir ströngu gæðaeftirliti. Borgþór segist einnig ætla að flytja inn stærri gerðir Tafe véla en þó sérhæfi hann sig í smávélum og ætli að halda sig við það. „Það eru aðrir, góðir í þessum stóru vélum og ég hef ekkert erindi að fara að reyna að keppa við þá,” segir hann. Að sögn Borgþórs var smávélamarkaðurinn hinsvegar vanræktur og fór hann því að þreifa fyrir sér með innflutning. „Ég hef verið að flytja inn Tym smávélar í nokkurn tíma en vildi bæta við mig vélum,” segir hann. Því hafi hann farið og kynnt sér vélar í Bretlandi um leið og hann kynnti sér 2008 árgerð Tym. Fyrst hafi hann verið að hugsa um kínverskar vélar en þær hafi ekki staðist gæðakröfur hans. „Mér var í raun sagt að ef ég vildi eiga einhverja vini á Íslandi ætti ég ekki að flytja inn þessar vélar,” segir Borgþór og hlær. Tafe stóðust hinsvegar kröfur hans og því hafi hann tryggt sér umboð þeirra hér á landi en vélarnar eru seldar um alla Evrópu. “Ég veit hvað virkar og hvað ekki og ég nenni ekki að vera að selja eitthvað dót sem er síbilandi,” segir hann. Borgþór, sem er vélvirkjameistari að mennt, mun sjálfur sjá um þjónustu á vélunum. „Allar þessar vélar sem ég er að selja eru lausar við allt tölvukerfi sem er gott hér á Íslandi,” segir Borgþór. Hann segir að ef menn geti notast við smávélar þá feli það í sér umtalsverðan sparnað í olíukaupum.

 

Svo er bara spurning hvort Tafe 35DI Classic vélarnar séu gjaldgengar í Ferguson skrúðaksturinn á safnadeginum á Hvanneyri þann 13. júlí næstkomandi.

 

Á myndinni hér að ofan er Tafe 35DI Classic, en 1949 árgerð af Ferguson er fyrir aftan. Myndin er tekin á hafnarbakkanum í síðustu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is