Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2008 02:15

Tveir orkurannsóknastyrkir á Vesturland

Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsókar- og kynningarverkefna fyrir árið 2008. Tvö verkefni á Vesturlandi fengu styrki að þessu sinni og snúa þau bæði að því að beisla orku, annarsvegar með því að binda vindorku og hinsvegar að vinna raforku úr lághita. Styrkina hljóta Gunnar Á Gunnarsson á Hýrumel og Haraldur Magnússon í Belgsholti. Styrkir Orkuráðs eru veittir verkefnum sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun. Veittir eru samtals 14 styrkir að upphæð 25,1 milljón króna. Alls bárust 26 umsóknir um samtals 147,3 m.kr.

Í auglýsingu um styrki úr Orkusjóði var að þessu sinni lögð áhersla á verkefni sem snertu hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað, innlenda orkugjafa, vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis. Um hvern styrk er gerður samningur þar sem kveðið er á um verk- og kostnaðaráætlun, áfanga við greiðslu styrkfjárhæðarinnar, framvinduskýrslur og skilagögn. Miðað er við að styrkir úr Orkusjóði geti numið allt að helmingi kostnaðar við verkefnið sem styrkinn hlýtur eða þann hluta þess sem styrktur er.

 

Jarðvarmi virkjaður í Hálsasveit

Gunnar Á. Gunnarsson á Hýrumel fékk tveggja milljóna króna styrk vegna verkefnisins  “Raforkuframleiðsla með jarðhitavatni við lághita.” Í umsögn um verkefnið segir að það felist í að nýjar aðferðir kunna að gefa færi á raforkuframleiðslu úr jarðhitavatni við lægra hitastig en áður þekkist hérlendis. Í verkefninu á Hýrumel verður reyndur viðsnúinn loftkælir með ORC-hringrás. Jarðhitauppsprettur á hitabilinu 65–180°C eru nú sjaldan nýttar til raforkuframleiðslu en ef verkefnið heppnast vel kynnu að skapast möguleikar til stóraukinnar framleiðslu úr slíkum uppsprettum á lághitasvæðunum. Verkefnið er nú styrkt öðru sinni og vilyrði liggur fyrir um lokastyrk á næsta ári.

 

Vindrafstöð í Melasveit

Haraldur Magnússon á Belgsholti fær 1,5 milljón króna sem felst í að beisla vindorku og tengja raforkukerfinu. Verkefnið felst í að setja upp vindrafstöð í Belgsholti með 45 kW afl og tengja hana inn á almenna raforkukerfið. Hér yrði um frumherjastarf að ræða sem hefur verulegt rannsóknargildi, segir í umsögn ráðsins. Verið er að skapa tækniþekkingu um tengingu vindmyllna við raforkukerfið og getur hún nýst öðrum bændum og landeigendum við að setja upp vindknúnar smávirkjanir víða um land.

 

Meðal annarra verkefna sem hlutu styrki má nefna orkuhagkvæmni í fiskeldi með jektorum, viðarkynding úr orkuskógum, kornþurrkun með heitu vatni, eldsneytisframleiðsla úr úrgangspappír og etanólframleiðsla úr lífmassa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is