Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2008 02:48

Skemmdarverk unnin í gamla sláturhúsinu í Borgarnesi

Í gærmorgun uppgötvaðist að brotist hafði verið inn í gamla sláturhúsið í Brákarey í Borgarnesi og skemmdarverk unnin. Þar eru meðal annars geymdir munir í eigu Safnahúss Borgarfjarðar. „Sem betur voru engir safnmunir skemmdir, við geymum þarna svona grófari muni en enginn listaverk eru geymd þarna fyrir utan eina styttu,” sagði Guðrún Jónsdóttir, menningarfulltrúi Borgarbyggðar í samtali við Skesuhorn. Hins vegar segiru hún að brotið hafi verið gler í sýningarskápum og borð eyðilögð. Hún sagði ljóst að þarna hefði verið farið inn með það eitt í huga að vinna skemmdir en eftir þetta yrði farið yfir öryggismál og skoðað hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig.

 

 

Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins vel á veg komna. Strax hafi grunur beinst að ákveðnum einstaklingum. Hann sagði marga hafa verið yfirheyrða nú þegar og fleiri ætti eftir að ná tali af. „Þetta eru einstaklingar á milli tektar og tvítugs, eins og maður segir. Aldurinn er svona 18 til 20 ár á þeim sem koma við sögu,” sagði Theodór og átti von á að málið yrði að fullu upplýst fljótlega.

 

hb/ljósm. Guðrún Jónsd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is