Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júlí. 2008 04:00

Valdís Þóra sigraði í Faldo mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni kom sá og sigraði á Faldo unglingamótinu sem lauk á Garðavelli á Akranesi í dag en leikið var í tvo daga. Valdís Þóra var með besta skorið en hún spilaði 36 holurnar á 225 höggum. Hún sigraði einnig í elsta flokknum, sem var blandaður flokkur beggja kynja 21 árs og yngri. Að launum hlýtur hún ferð á Faldo mót í Brasilíu í haust ásamt hinum fimm sem sigruðu í öðrum flokkum mótsins. Í öðru sæti í u-21 flokki varð Guðjón Henning Hilmarsson GKG á 229 höggum eftir að hafa sigrað Arnór Inga Finnbjörnsson úr GR í bráðabana.

 

 

Alls tóku 70 ungir kylfingar frá mörgum golfklúbbum þátt í Faldo unglingamótinu en mótið er hluti af Faldo Series unglingamótaröðinni, sem hófst að frumkvæði hins þekkta kylfings Nick Faldo árið 1986. Það er nú orðið aðalvettvangur fyrir unga afrekskylfinga í Evrópu og Asíu. Þetta var í þriðja sinn sem mótið er haldið hér á landi. Keppendum er skipt í sex flokka eftir aldri og kyni en elsti flokkurinn er þó fyrir bæði kynin. Einungis bestu ungu kylfingarnir á landinu öðlast rétt til að taka þátt í þessari mótaröð. Árangur Valdísar Þóru er því mjög glæsilegur auk þess sem hún skaut öllum strákunum ref fyrir rass.

 

 

Á myndinni er Valdís Þóra (í miðjunni) með verðlaunagripinn ásamt mótsstjórunum Gunnari Marteinssyni og Önnu Maríu Hákonardóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is