Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2008 11:19

Markakóngur Íslands heldur upp á fertugsafmælið á vellinum

Skallagrímur mætir Ými frá Kópavogi í kvöld klukkan 20 í Borgarnesi. Þetta er toppslagur C-riðils 3. deildar en bæði lið eru jöfn í efsta sæti og með jafna markatölu. En leikurinn er ekki aðeins merkilegur að því leiti, því í dag á Valdimar K. Sigurðsson, leikmaður Skallagríms fertugsafmæli. Valdimar er einnig markahæsti leikmaður meistaraflokks á Íslandi frá upphafi og hefur skorað 188 mörk. Í tilefni afmælisins verður boðið til mikillar grillveislu í hálfleik.

 

 

 

 

„Já þetta var bara heppni að það skyldi hittast svo á að það væri leikur á afmælisdeginum, og sérstaklega á svona stórafmæli. Mér fannst því upplagt að halda upp á þetta og bjóða til grillveislu. Svo er bara að vona að leikurinn fari 4-0 fyrir Skallagrími, fá afmælistölurnar í þetta,” segir Valdimar í viðtali við Skessuhorn. „Nei, svona í alvöru talað þá skiptir nú bara máli að vinna leikinn. Þetta er toppslagurinn.” Valdimar segist ekki muna hvenær hann náði því að verða markahæstur í deildinni frá upphafi en það séu svona 3-4 ár síðan. „Annars þarf maður að ná tólf mörkum til viðbótar til að geta hætt með sóma í 200 mörkunum. Það er einn þarna í meistaraflokki sem er bara fjórum árum yngri en ég og bara 15-20 mörkum á eftir. Hann spurði meig einhverntíman hvort ég ætlaði ekki að fara að hætta þessu og ég svaraði nátturulega: Nei ekki fyrr en þú hættir!”

Valdimar hefur leikið nær allan sinn feril í meistaraflokki með Skallagrími, að undanskyldu einu ári hjá ÍR og einu hjá Fram árið 1988. Maður var ekki nógu góður fyrir ÍA, eða þeir ekki nógu góðir fyrir mig, þannig að við skelltum okkkur nokkrir þarna yfir til Skallagríms árið 1989. Ég skora bara hjá Skallagrími, þannig að það er best að vera bara með þeim.”

 

Hvernig ertu stemmdur fyrir leikinn á morgun?

“Bara vel stemmdur. Annars er konan að reka mig út að bera einhverjar hellur þannig að það er spurning hvort ég geti nokkuð spilað... Nei! ég segi bara svona.”

 

Færð þú nokkuð grill í kvöld?

„Vonandi eftir leikinn, það gengur eiginlega ekki að vera að fá sér pylsu í hálfleik.

 

Skessuhorn óskar Valdimar til hamingju með daginn og hvetur Borgnesinga til að mæta á völlinn og standa við bakið á sínum mönnum í toppslagnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is