Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. júlí. 2008 12:09

3G þjónusta Símans komin á Akranes

Síminn hefur nú lokið við uppsetningu á 3G sendum á Akranesi. Með því bætist Akranes við þá fjölmörgu staði sem í dag eru skilgreindir sem 3G þjónustusvæði Símans.  Þetta felur það í sér að viðskiptavinum Símans stendur til boða ný og skemmtileg þjónusta eins og Myndsímtal, Sjónvarp í símann, Netið í símann ásamt því að geta komist í háhraðanetsamband í fartölvu með Netlykli Símans hvar sem er innan þjónustusvæðis 3G Netsins. 

Með 3G þjónustu á Akranesi nær þessi þjónusta fyrirtækisins nú til um 80% landsmanna. Sambandið nær nokkuð út fyrir bæjarmörk Akraness og inn í nærsveitir. Af þessu tilefni færði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra 3G Netlykil að gjöf.

Sævar Freyr segist mjög ánægður með þennan áfanga og ánægjulegt að hans heimabær sé loks kominn í hóp þeirra svæða sem bjóða upp farsímanet framtíðarinnar. „3G farsímanetið er skref til framtíðar í fjarskiptum. Möguleikarnir sem 3G farsímaþjónustan bjóða upp á er margföld viðbót við möguleikana í hefðbundnu farsímaneti. Bæði þjónar netið sem almenn farsímaþjónusta eins og við þekkjum hana í dag ásamt því að vera öflug aðgangsleið inn á internetið, bæði með farsímanum og í gegnum fartölvu með 3G Netlykli.“

 

Gísli S Einarsson sagðist ánægður með það að Síminn haldi uppbyggingu sinni í fjarskiptum áfram á Akranes. „Öflug fjarskiptaþjónusta er mjög mikilvægur þáttur í innviðum bæjarfélagsins og mikilvæg grunneining þess að hægt verði að efla bæði atvinnulíf og þjónustu við bæjarbúa.“

 

Í dag hefur Síminn sett upp 15 nýja 3G senda í Borgarfirði og á Suðurlandi.  Á Borgarfjarðasvæðinu er komið samband í Borgarnesi og einnnig á sumarbústaðasvæði í Skorradal og Svínadal.  Þá er ráðgert af hálfu Símans að Stykkishólmur bætist fljótlega við í 3G netinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is