Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2008 02:32

Fjölmenni á Írskum dögum

Fjölmenni á Kirkjubrautinni.
Mikill mannfjöldi er saman kominn á Írskum dögum á Akranesi og fer hátíðin að stærstum hluta vel fram. Nær ómögulegt er að áætla hversu margir gestir eru í bænum þar sem gestum að 23 ára aldri er meinaður aðgangur að tjaldstæðum bæjarins og dreifast því meira um bæinn en vant er. Talið er að svipaður fjöldi gesta sé í bænum og undanfarin ár, en aldursdreifingin er eitthvað önnur. Hinsvegar herma heimildir Skessuhorns að ungmenni og fleiri gestir muni ekki láta sig vanta í bæinn í kvöld þó þeim sé meinað að tjalda, þar sem Lopapeysuballið fer fram við Akraneshöfn eftir miðnættið.

Sigurvegarar í dorgveiðikeppninni.
Dagskrá hátíðarinnar hófst á fimmtudag og kennir þar margra grasa. Í gærkvöldi safnaðist t.d. mikill mannfjöldi saman á Kirkjubraut þar sem hljómsveitirnar Í svörtum fötum og Nýdönsk skemmtu ungum sem öldnum. Gríðarlega góð stemning var fram undir miðnætti og allir sem einn nutu veðurblíðunnar. Þá er markaður í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka, sandkastalakeppni var í morgun, fornbílar eru sýndir, börn kepptu í dorgveiði og skemmta sér í tívolíi, Akraneshlaupið fór fram, mótócross er á Langasandi og þar fer síðar í dag fram bátarall. Þetta er einungis fátt af því sem í boði er á hátíðinni og vísast þar enn og aftur á heimasíðu bæjarins; www.irskirdagar.is

 

Kveikt var í tjaldi við hús á Kirkjubraut í nótt. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef börn hefðu verið þar
Nóttin var heldur ófriðsamari. Að sögn lögreglu komu frá því á hádegi í gær þar til í morgun um fimmtíu mál til kasta hennar. Talsvert var um að vísa þurfti ungu fólki frá sem vildi tjalda á tjaldstæðinu í Kalmansvík. Einnig þurfti að sögn lögreglu að hafa samband við töluverðan fjölda foreldra og biðja þá að sækja börn sín og unglinga. Fjórir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og fundust við leit í bifreið eins þeirra fíkniefni. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í gær og nótt þar sem um fremur lítið magn efna var að ræða. Tveir voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Mikið var um ryskingar og pústra í gær, en tvær líkamsárásir komu til kasta lögreglu. Í annarri réðust tveir menn á þann þriðja og er sá að öllum líkindum nefbrotinn. Árásarmennirnir gista fangageymslur lögreglu. Kveikt var í tjaldi við hús á Kirkjubraut um fimmleitið í nótt. Um var að ræða tjald sem lítil börn í húsinu notuðu sem leiktjald. Tjaldið brann til ösku og allt sem í því var. Ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef börnin hefðu gist í tjaldinu, en þeim hafði verið meinað það kvöldið áður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is