Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2008 09:14

Kaffihús opnað í Leifsbúð

Kaffihús hefur verið opnað í Leifsbúð, gamla Kaupfélagshúsinu í Búðardal. Þar er auk þess upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og verið er að leggja lokahönd á að kom upp sögusafni. Örlygur Ólafsson veitingamaður sér um rekstur kaffihússins. Hann segir þetta vera samvinnu- verkefni með sveitarfélaginu meðan verið sé að koma rekstrinum af stað. „Ég ætla að reka þetta í sumar, verð með opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 11 til 23, tek mér frí á mánudögum og þriðjudögum. Ég rek þetta allavega út ágústmánuð, svo sjáum við til hvað gerist í haust,” segir hann.

Örlygur ætlar að bjóða upp á matarmiklar súpur enda segist hann hafa góða reynslu af slíku. „Ég rak Súpubarinn við Borgartún í Reykjavík og hef síðan verið að byggja upp svipaðan stað á veitingahúsinu Gló í Laugardalnum. Auk þess verður hér alltaf réttur dagsins, ýmist fisk- eða kjötmáltíð. Svo verður allt það hefðbundna sem kaffihús bjóða upp á varðandi drykki og meðlæti,” segir hann

Örlygur segir byrjunina lofa góðu í Búðardal. Heimamenn hafi verið duglegir að koma fyrstu dagana eftir opnun og ferðamennirnir séu byrjaðir að koma líka þótt seint hafi verið opnað miðað við sumarumferð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is