Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2008 11:41

Svandís Lilja sló í gegn á Landsmóti hestamanna

Svandís Lilja og Glaður.
Svandís Lilja Stefánsdóttir frá Skipanesi í Hvalfjarðarsveit er líklega sá Vestlendingur sem bestum árangri náði á nýliðnu landsmóti hestamanna. Svandís Lilja, sem er 13 ára, varð í þriðja sæti  í barnaflokki. Hún keppti á hestinum Glaði, sem er í eigu afa hennar Ármanns Stefánssonar frá Skipanesi.

“Ég átti kannski ekkert frekar von á þessu en þetta var mjög skemmtilegt. Þetta er þriðja  landsmótið sem ég keppi á og þetta var sérstaklega skemmtilegt núna,” segir Svandís Lilja og móðir hennar; Guðfinna Indriðadóttir segir hana hafa stimplað sig rækilega inn þegar hún sigraði í b-úrslitum mótsins. Þá hafi hún sýnt að hún ætti erindi í fremstu röð. Hún lenti í tíunda sæti í milliriðli og sem fyrr segir í því þriðja í úrslitunum.

 

Svandís er í hestamannafélaginu Dreyra en starfssvæði þess er Akranes og Hvalfjarðarsveit. Henni hefur gengið vel á mótum Dreyra síðustu ár og á öðrum mótum líka. Hún sigraði til dæmis í sínum flokki á síðasta Reykjavíkurmóti en hlaut þó ekki titilinn Reykjavíkurmeistari vegna búsetu sinnar. Guðbjartur bróðir Svandísar Lilju keppti í unglingaflokki á landsmótinu núna. Hann stóð sig vel, var ofan við miðjan hóp um hundrað keppenda. Raunar segir Guðfinna að Dreyrafólk hafi staðið sig mjög vel á landsmótinu.

 

Þetta er síðasta ár Svandísar Lilju í barnaflokki en hún er hvergi bangin að takast á við næstu verkefni. Herbergið hennar er nánast fullt af verðlaunagripum og hún brosir þegar nefnt er að byggja þurfi sérstaklega utan um verðlaunagripina ef svo haldi sem horfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is