Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. júlí. 2008 01:38

Íbúar í nágrenni tjaldstæðis ánægðir

Mikill mannfjöldi kom saman í miðbæ Akraness á Írskum dögum.
„Umgengnin hérna í nágrenninu var alveg til fyrirmyndar og það sýnir sig að það er alveg hægt að halda fjölskylduhátíð á Akranesi. Í samanburði við síðasta ár var þetta alveg hvítt og svart,“ segir Pétur Steinar Jóhannesson fyrrverandi lögregluþjónn sem býr á Esjubraut 41, í næsta húsi við tjaldsvæðið í Kalmansvík. Á síðasta ári var mikil óánægja íbúa í nágrenni  tjaldstæðisins með skrílslæti og umgengnina þar. Var það kveikjan að því að ungmennum undir 23 ára aldri var nú bannað að tjalda við Kalmansvíkina. Svo virðist sem íbúar í nágrenni tjaldstæðisins séu ánægðir eftir Írska daga að þessu sinni og hafi ekki orðið fyrir ónæði.

„Það var ekki að sjá annað en fólkið væri til fyrirmyndar á svæðinu og þótt þarna væri fjölmennt varð ekkert vart við bréfadrasl, mávager eða skrílslæti eins og var í fyrra. Mér finnst að þeir eigi heiður skilinn sem höfðu umsjón með svæðinu og þar eru fremstir í flokki Ásgeir Kristinsson formaður Björgunarfélags Akraness og Tómas Guðmundsson hjá Akranesbæ,“ sagði Pétur. Hann segist ekkert hafa orðið fyrir ónæði af tjaldstæðisgestum að þessu sinni. Það var bara á sunnudagsmorguninn sem tveir gestir tóku sér bessaleyfi að borða morgunmatinn á kerrunni í bakgarðinum, en Pétur sagði að þeim hafi verið það alveg velkomið, „enda rólyndisfólk á ferðinni og það fór bara þegar það var búið að borða og skyldi vel við sig,“ sagði Pétur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is