Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júlí. 2008 09:25

Hampur í vaskinn á Hvanneyri

Umræða um hamprækt hefur vakið nokkra athygli undanfarið en það er fyrirtækið Hampatech Global warming sem stendur fyrir þessari framleiðslu á Íslandi. Hampur er nytjaplanta sem má nota í fjölmarga hluti, svo sem föt, hamptrefjaplast og dýrafóður svo eitthvað sé nefnt. Hampatech hefur náð samningum við nokkra staði á landinu um tilraunaræktun á iðnaðarhampi hérlendis en þeirra á meðal er Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Umsjónarmaður þeirra tilrauna er Ríkharð Brynjólfsson prófessor. „Það fór nú svolítið illa með hampinn,” segir Ríkharð. „Ég sáði honum í spildu hérna á Hvanneyri en svo var einhver misskilningur hjá starfsmönnum búsins, því þeir voru að sá grasfræi þarna við hliðina en þegar þeir voru að jafna fyrir því fóru þeir yfir hamp-tilraunina.”

Því er ekki útlit fyrir að mikið mark verði takandi á þessari tilraun í sumar en Ríkharð segir það hafa verið of seint að planta á ný þegar þetta gerðist. Hann segir þó að tilrauninni verði haldið áfram næsta sumar. Ríkharð segist þó ætla að fylgjast með spildunni og sjá hvort eitthvað komi upp og ef svo fer, hvernig það braggist. Þó er hætt við því að sum fræin hafi grafist nokkuð djúpt ofan í flagið og nái því ekki að vaxa.

Á heimasíðu þeirra hampmanna má lesa að ræktun gengur vel á Norðurlandi og eru plönturnar þar komnar í yfir 40 sentimetra hæð. Plantað var bæði á Kálfskinni á Árskógsströnd og á Möðruvöllum í Hörgárdal.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is