Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2008 08:25

Framkvæmdir hafnar við dælustöð að Fossatúni

Þessa dagana er verið að grafa fyrir sökklum nýju dælustöðvarinnar við Fossatún. Ljósmynd/hög
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýrrar dælustöðvar fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar við Fossatún í Borgarfirði. Þessa dagana er verið að grafa fyrir grunni stöðvarinnar. Að sögn Ólafs Tryggvasonar tæknilegs umsjónarmanns HAB hjá Orkuveitu Reykjavíkur er áætlað að byggingu stöðvarinnar verði lokið í september n.k. Stöðin verði tekin í notkun í nóvember og því komin í gagnið áður en vetur gengur í garð.

Með nýju dælustöðinni eykst afkastageta hitaveitunnar  umtalsvert og ætti það að  draga úr  líkum á að koma þurfi til skömmtunar á heitu vatni þegar aðveitupípan bilar eins og gerðist á liðnum vetri, þó er sú hætta samt alltaf fyrir hendi meðan ólokið er endurnýjun aðveitunnar, að sögn Ólafs.

Nýja dælustöðin við Fossatún mun gera kleift að koma öllu virkjuðu vatni í miðlunartankinn fyrir ofan Grjóteyri gegnt Borgarnesi og mun þannig auka öryggi í miðlun vatns á  stórum hluta  veitusvæðisins. Það er byggingarfélagið Balti í Borgarfirði sem byggir dælustöðina. Fyrirtækið átti eina tilboðið í verkið, upp á 32 milljónir, sem er heldur yfir kostnaðaráætlun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is