Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2008 12:00

Vesturland greiðir heldur lága styrki til íþróttaiðkenda

Neytendasamtökin birtu í dag niðurstöður könnunar sinnar á styrkjum 24 sveitarfélaga til íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga. Um er að ræða beina styrki til barna sem þau geta nýtt í hvaða íþróttir eða tómstundir sem er að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í ljós kemur að 14 af þessum 24 sveitarfélögum hafa tekið upp slíka styrki og eru það undantekningalaust fjölmennustu sveitarfélögin.

Á Vesturlandi nær könnunin til Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Stykkishólmsbæjar. Af þessum þremur sveitarfélögum er Akraneskaupstaður það eina sem býður upp á slíkan styrk. Upphæðin er 10 þúsund krónur á ári. Reykjanesbær greiðir lægstan styrk, 7 þúsund krónur á ári og þá Skagafjörður, Norðurþing og Akureyri sem borga 10 þúsund krónur á ári líkt og Akranes.

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir formaður tómstunda- og forvarnanefndar hjá Akraneskaupstað segir að styrkurinn sé í endurskoðun. “Við erum að skoða að niðurgreiða þjálfara- og leiðbeinendakostnað íþróttafélaganna og breyta þessu fyrirkomulagi með ávísanirnar. Þó myndu börnin ennþá fá hluta af styrknum beint til sín.”

 

Grindvíkingar verma toppsætið í könnunni en þar stunda börn á grunnskólaaldri íþróttir án endurgjalds. Íþróttafélögin fá greiðslur frá sveitarfélaginu fyrir hvern iðkanda. Í Hafnarfirði fá börn á aldrinum 0-6 ára 1.000 krónur á mánuði fyrir hverja grein, 13-16 ára fá 2.000 krónur og 13-16 ára fá 3.000 krónur á mánuði. Í Reykjavík, Garðabæ og á Seltjarnarnesi eru veittir styrkir að upphæð 25.000 kr.

 

Nokkuð er misjafnt við hvaða aldur styrkgreiðslur miðast en sjö sveitarfélög styrkja unglinga allt að 18 ára aldri. Í Kópavogi og á Akranesi er miðað við 15 ára og á Álftanesi, í Hafnarfirði og í Skagafirði er miðað við 16 ára. Á Akureyri hætta greiðslur þegar barn nær 12 ára aldri og unglingar njóta því ekki þessara styrkja. Oft er það þó þannig að æfingagjöld hækka eftir því sem börnin eldast.

 

Nánar er hægt að lesa um könnunina á www.ns.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is