Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2008 08:00

Hvítir starrar

Starinn er mannelskari en aðrir fuglar.
Talsvert er af starra í sumar í Snæfellsbæ. Að sögn fróðra fuglaáhugamanna er talsvert orðið um hvíta starra. Í Sjómannagarðinum í Ólafsvík voru á dögunum þrír slíkir, en aðeins einn þeirra gaf þó á færi á sér til myndatöku, en hann var ásamt svörtum félögum sínum í mastri í garðinum.

Starrinn er ekkert sérlega vinsæll hjá mönnum því að fló sem á honum þrífst á það til að sjúga blóð úr fólki. Starrinn er mannelskari en margir aðrir fuglar og því er algengt að hann verpi í húsarennum, þakskeggjum og sem næst mannabústöðum.

Sagt er að starraflóin nái sér ekki á strik nema fuglinn verpi tvö ár í röð á sama stað. Því eru margir sem fæla fuglinn frá t.d. með eftirlíkingum af uglum og loka mögulegum aðkomuleiðum fuglsins að hreiðurstæðunum. Starranum til hróss er þó hin mikla hermikrákutækni fuglsins því hann getur breytt söng sínum á ýmsa vegu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is