Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2008 02:43

Saving Iceland boða aðgerðir

Liðsmenn Saving Iceland sóttu Grundartanga heim á síðasta ári.
Fjöldi erlendra félagsmanna samtakanna Saving Iceland sem berjast gegn stóriðju á Íslandi, eru komnir til landsins og ætla að koma upp aðgerðabúðum sínum um helgina. Samtökin hafa ekki gefið upp hvenær þau ætla að grípa til aðgerða eða með hvaða hætti, en helst er reiknað með að samtökin muni í ár beina spjótum sínum að þeim stöðum sem næstu stóriðjuver munu væntanlega rísa, það er í Helguvík og á Bakka við Húsavík.

Þetta er fjórða sumarið sem Saving Iceland skipuleggur aðgerðir. Búist er við að allt að 60 manns víða að úr heiminum sem beiti sér ásamt íslenskum félögum í samtökunum í að stöðva stóriðjuframkvæmdir.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, talsmaður Saving Iceland segir í samtali við RÚV að fólkið óttist hvorki afleiðingar aðgerðanna né refsingar íslenskra stjórnvalda. Telja verður líklegt að skerpt hafi verið á öryggisgæslu við stóriðjuver bæði hér syðra og eystra vegna fregna af boðuðum aðgerðum Saving Iceland, en samtökin beittu sér til að mynda við Grundartangann á síðasta sumri með því að loka þjóðveginum að álveri Norðuráls og Járnblendifélagsins. Það gerðist 18. júlí í fyrrasumar en olli engum stórkostlegum vandræðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is