Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2008 08:25

Vörubíl stolið í Ólafsvík

Tólf tonna vörubíl var stolið frá TS vélaleigu í Ólafsvík aðfaranótt sunnudagsins. Bíllinn stóð við húsnæði vélaleigunnar en fannst um hádegisbil á sunnudag er vegfarandi tilkynnti lögreglu að vörubíll væri kyrrstæður á lítilli viðarbrú sem liggur yfir Fróðá.

Að sögn lögreglu er ekki vitað hver stal bílnum. “Við sáum á ökurita bílsins að honum hefur verið stolið um kl. 1.15 aðfaranótt sunnudags. Þjófurinn hefur keyrt að brúnni með þeim afleiðingum að framhjól bílsins fór fram af henni. Þá var klukkan 1.45.”

Lögreglan telur það mestu mildi að bíllinn hafi ekki oltið fram af brúnni, en töluvert fall er ofan í ána. Strax var hafist handa við að losa bílinn af brúnni og þurfti að kalla til öflugan kranabíl til að lyfta honum upp. Auk þess var gröfu keyrt niður í ána til að lyfta undir framhjól vörubílsins.

 

Að sögn lögreglu var bílskúrshurð á veiðihúsinu við Fróðá rifin upp og afturrúða brotin í bifreið sem þar var inni. Lögregla segir málið í rannsókn og að enginn liggi undir grun eins og staðan er núna. Einhverjar skemmdir urðu á vörubílnum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is