Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2008 12:17

Sandaragleðin tókst vel

Þessar stelpur seldu vörur sínar á markaði í Röstinni.
Fjölbreytt dagskrá var á Sandaragleðinni sem fram fór á Hellissandi um helgina og var fjöldi gesta í bænum. Dagskráin hófst á föstudag með hinni sívinsælu Slysósúpu sem boðið var upp á í móttökunni í gamla frystihúsinu. Margt var um manninn þar langt fram eftir kvöldi og tróðu trúbadorar upp til skemmtunar fyrir gesti.

Í félagsheimilinu Röst var haldin hæfileikakeppni barna og síðar um kvöldið var haldin skemmtidagskrá til styrktar nýbyggingar Lífsbjargar á Rifi. Húsfyllir var í Röst en dagskráin var byggð upp á gömlum þorrablótum og skemmtu gestir sér konunglega langt fram á rauða nótt.

Nokkrar sýningar voru í gangi alla helgina og má þar nefna handverksýningu, ljósmyndasýningu og málverkasýningar. Á laugardeginum buðu kvenfélagskonur upp á vöfflur og kakó í Röstinni og var þar einnig haldinn markaður og spákona var á staðnum. Fyrir utan Röstina kom svo danshópurinn Villtar meyjar og peyjar fram og skemmti gestum með trommudansi.

Götur bæjarins voru vel skreyttar og lögð íbúar allt sitt í að gera eins vel og þeir gátu.

 

Götugrillum var skellt upp og safnaðist mikill mannfjöldi saman og var grillað og sungið fram á kvöld en þá var haldið á dansleik í Röstinni þar sem gamlar kempur spiluðu þekkta slagara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is