Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2008 01:10

Hátíðin Heim í Búðardal að mestu í fjárréttinni

Þorgeir Ástvaldsson kynnir gerir klárt fyrir Friðjón Þórðarson.
Búðdælingar og Dalamenn létu ekki deigan síga þótt að veðurguðirnir helltu úr skálum sínum á laugardaginn á bæjarhátíðinni „Heim í Búðardal“ sem haldin var í fyrsta skipti. Það hellirigndi og þurfti að flytja hátíðarhöldin inn í aflagða fjárrétt sláturhússins sem er gegnt Leifsbúð og planinu þar í kring sem var aðalhátíðarsvæðið. „Ég hef aldrei séð jafnvæna dilka samankomna,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson kynnir hátíðarinnar.

„Fólk hefur orð á því að aldrei hafi verið jafnmargir í Búðardal og núna um helgina,” segir Margrét Jóhannsdóttir umsjónarmaður hátíðarinnar. “Við erum mjög sátt við hvernig til tókst þrátt fyrir rigninguna sem gerði okkur erfitt fyrir. Það var fjöldi brottfluttra Búðdælinga og Dalamanna sem kom og skemmti sér vel.”

Skátar og hestamenn riðu á vaðið í dagskránni á laugardagsmorgun og um hádegisbil var öldungamót í frjálsum íþróttum. Hátíðardagskráin byrjaði í fjárréttinni klukkan tvö. Margrét Jóhannsdóttir setti hátíðina og vitnaði þar m.a. í gamla dægurlagið sem væri eins og tilbúið markaðsátak fyrir Búðardal og Dalina, ekki hefði þurft að leita lengra með val á nafni fyrir hátíðina sem nú var haldin í fyrsta skipti. Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður byggðaráðs sagði skemmtilega sögu frá því hann kom í Búðardal í fyrsta skipti fyrir 20 árum. Inn á milli voru tónlistaratriði frá þeim Írisi Björgu Guðbjartsdóttur og Árnýju Björk Brynjólfsdóttur sem einnig sungu ásamt gestasöngvaranum Söru Fannarsdóttur. Þá brugðu harmonikkuleikarar í Nikkólínu á leik.

 

Friðjón Þórðarson átti drjúgt framlag í hátíðarsamkomunni þar sem hann stóð fyrir vígslu Leifsbúðar. Afhjúpað var listaverkið Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson sem tekið var í fóstur við Leifsbúðina og einnig söguskilti úr Laxdælu. Við þessar afhjúpanir komu við sögu Helgi sonur Friðjóns og annar brottfluttur Dalamaður, Árni Bjarnason þjóðháttafræðingur.

Hátíðar- og skemmtidagskránni lauk síðan með keppninni Daladjásninu þar sem ungir Dalamenn voru duglegastir að taka þátt. Fyrir valinu sem Daladjásnið varð hin 12 ára gamla Ída María Brynjarsdóttir fyrir fatahönnun. Skákaði hún bróður sínum Þórði Brynjarssyni sem kvað rímur og varð í öðru sætinu. Þriðja sætið vermdu Guðmundur Kári  Þorgrímsson og Stefanía Vilhjálmsdóttir sem voru með liðleikaatriði, en Guðmundur tók þátt þrátt fyrir að hafa fótbrotnað fyrir átta vikum.

 

Stór hluti gesta hélt síðan af hátíðarsvæðinu í opin hús við Vesturbrautina þar sem boðið var upp á kræsingar, grillaðan sel, harðfisk og kornhænuegg. Liggur við að fólk þyrfti varla að grilla eftir að hafa kíkt inn hjá þeim feðgum Jóhanni Guðlaugssyni og Gunnbirni sem kenndir eru við fyrirtækið Kol og einnig var boðið upp á þessar veitingar hjá Rafseli.

 

Um kvöldið var kveikt í varðeldi við Leifsbúð og slegið upp balli þar sem hljómsveitin Ábrestir léku fyrir dansi. Mikið stuð var á ballinu sem var innandyra enda stytti ekki upp fyrr en um níuleytið. Margt var í dansinum í fjárréttinni en fólk einnig að spjalla útivið á planinu við Leifsbúð. Heim í Búðardal endaði síðan með hátíðarguðsþjónustu á sunnudagsmorgun og íþróttahátíð fyrir börnin. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is